Paradís verður aldrei söm við sig . . . Við strendur Havaí hverfur hin íðilfagra ofurfyrirsæta Kim McDaniels eftir sundfatamyndatöku. Þegar foreldrar hennar komast að því að hún er horfin hoppa þau um borð í næstu flugvél til Havaí. En þau eru ekki ein um að leita Kim. Fyrrum lögreglumaðurinn og blaðamaðurinn Ben Hawkins er hvumsa yfir vanhæfni lögreglunnar á staðnum og fer af stað með sína eigin rannsókn. Á meðan er annar glæpur í undirbúningi og hryllingurinn sem paradís felur undir yfirborðinu kemur smám saman í ljós. -