"Og Halla var efni í búkonu. En það fer svo margur efniviðurinn öðruvísi en ætlast var til á þessu landi."
Halla er fyrsta bindið í ritröðinni Halla og Heiðarbýlið. Þessar skáldsögur Jóns Trausta eru meðal vinsælustu framhaldssagna íslenskrar bókmenntasögu og nutu þær mikilla vinsælda þegar þær komu út snemma á 20. Öldinni. Halla er af mörgum talin fyrsta metsölubók Íslands.
Hér segir frá fólkinu á Heiðarbýli, afkomu þeirra, fjölskyldusögu og örlögum.
Sagan á vel við lesendur Guðrúnar frá Lundi, aðdáendur hússins á sléttunni og alla lesendur sem una sér vel við að lesa sögulegar skáldsögur eða hvers kyns yndislestur frá fyrri öldum.