H. C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. "Storkarnir" er grimmileg saga, þar sem leikið er að goðsögnum og þjóðtrú á nokkuð kaldranalegan máta. Andersen tekst þar að ávarpa ýmis málefni sem voru honum hugleikin, svo sem að vekja börn til umhugsunar um hvernig þau koma fram við smælingja. Afleiðingarnar sem börnin í sögunni verða að stæta, fyrir að hafa hrellt storkana, eru þó nöturlegri en tárum taki.