H. C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Þrátt fyrir fagran titil er "Rósarálfurinn" myrk saga um morð og illþýði. Eins og svo oft í sögum Andersens er stillt upp andstæðum manns og náttúru, þar sem hið síðarnefnda er gott og fallegt meðan mannskepnan er óréttlát og grimm. Sagan hverfist um glæpamál, lausn þess og makleg málagjöld, sem minnir um margt á norrænu glæpasöguna sem ómældra vinsælda nýtur á okkar tímum.