H. C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Í sögunni um "Grenitréð" gætir ádeilu hans á framkomu mannsins gagnvart náttúrunni, sem er leiðarstef í mörgum ævintýrum hans. Þar spretta einnig upp þemu eins og hverfulleiki efnislegra gæða og mikilvægi þess að gleyma ekki að njóta líðandi stundar. Náttúruverndarboðskapur sögunnar og núvitund tala með beinum hætti til þeirra málefna sem brenna á fólki enn þann dag í dag, sem sýnir hversu tímalausar sögur Andersens eru. rn